30.5.2008 | 23:21
jarðskjalftinn mikli
jæja þá hef ég upplifað þann stærsta, þvílíkur skjálfti. eitt verð ég nú samt að segja, það er erfitt að vera í eigu bæjarins gagnvart sínum nánustu þegar slíkar hamfarir dynja yfir. en maður deyr nú ekki ráðalaus heldur skellti ég öllu genginu upp í IZUZU jeppan og hélt áfram að reyna að gera eitthvað gagn. öll voru þau nú skíthrædd og 2ára dóttir mín sagði í sífellu húsið er að brotna!Fékk símtal að norðan frá Árna Svavars, ekkert rafmagn í dalnum. það þýðir ekkert vatn kemur úr borholunum oboy,nú þurfti ég sko að bregðast fljótt við. Brunaði með alla famylijuna um bæinn til að finna fréttamann,ekki gat ég hringt í þá því öryggistækið mikla þ.e. gsm síminn virkaði alls ekki. loksins fann ég mbl.is og fór í viðtal,ég bað þá sérstaklega um að biðja fólk um að alls ekki að nota kalt vatn nema í brýnustu nauðsyn,en auðvitað gerðu þeir það ekki. Ég helt að það sé bara ekki nógu krassandi frétt. mikið verð ég nú að hrósa öllum Hvergerðingum,slökkviliði, björgunarsveit og auðvitað starfsfólki áhaldahúss. þegar ég skrifa þetta eru eftirskjálftarnir ansi kröftugir og er konan pínu nervös(don´t blame her) vona bara í framtíðinni að hugulsamir ættingjar sem að bruna austur á 200km hraða og skrúfa fyrir allt hjá afa og ömmu að sýna þeim hvernig á að skrúfa frá áður en þeir hverfa á braut ánægðir með það hvað þeir voru nú hugulsamir að redda gamla settinu, sem sitja degi síðar ísköld í húsinu sínu og engin til að hjálpa þeim
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.